Stjórn og skipulag

Fara neðar

Stjórn og skipulag


Góðir stjórnarhættir Landsbankans stuðla að traustum samskiptum hluthafa, bankaráðsmanna, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila og styrkja hlutlægni, heilindi, gagnsæi og ábyrgð í stjórnarháttum bankans.

Stjórnarháttayfirlýsing (pdf)

Fara neðar

Ávarp Tryggva Pálssonar, formanns bankaráðs


„Með markvissu starfi hefur staða Landsbankans styrkst. Mikilvægir áfangar náðust á árinu 2015 og ber þar einkum að nefna upphaf á innleiðingu nýrrar stefnu til ársins 2020, fjármögnun á erlendum lánsfjármörkuðum og samruna sparisjóða við bankann.“

Lesa ávarpið

Fara neðar

Ávarp Steinþórs Pálssonar bankastjóra


„Traust og fagleg fjármálaþjónusta er ein af meginforsendum öflugs hagkerfis og hagsældar. Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtæki landsins og við sem störfum þar gerum okkur grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem bankinn gegnir; að einstaklingar og fyrirtæki geti fengið öfluga fjármálaþjónustu sem stuðlar að vexti og viðgangi hagkerfisins, án þess að stöðugleika sé ógnað, og að réttur neytenda sé um leið tryggður.“

Lesa ávarpið

Fara neðar

Bankaráð og stjórnarhættir


Bankaráð Landsbankans er skipað sjö mönnum og tveimur til vara. Bankaráð er kosið á aðalfundi og er kjörtímabil bankaráðsmanna eitt ár. Bankaráð Landsbankans fer með æðsta vald í málefnum Landsbankans á milli hluthafafunda.

Nánar um bankaráð og stjórnarhætti

Fara neðar

Framkvæmdastjórn og skipulag


Meginstarfsemi bankans skiptist á milli sex sviða. Í framkvæmdastjórn Landsbankans sitja sjö manns: bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna.

Nánar um framkvæmdastjórn og skipulag