Mannauður og samfélag

Fara neðar

Mannauður og samfélag


Landsbankinn vill vera til fyrirmyndar og ætlar sér veigamikið hlutverk í uppbyggingu velferðar í íslensku samfélagi. Samfélagsábyrgð er mikilvægur þáttur í starfi Landsbankans og rík áhersla er lögð á að hún sé samþætt stefnumörkun bankans í heild.
Fara neðar

Mannauður


Bankinn leggur áherslu á að tryggja jafnrétti í launum og starfstækifærum. Á árinu 2015 hlaut Landsbankinn gullmerki jafnlaunaúttektar PwC fyrstur banka á Íslandi. Bankinn hefur það að markmiði að hlutur hvors kyns um sig í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%.

Kynjahlutfall í framkvæmdastjórn Landsbankans

 
Karlar
 
Konur
57%
43%

Nánar um mannauð

Samfélagsábyrgð


Landsbankinn hefur það að leiðarljósi að tekið sé tillit til umhverfisþátta, félagslegra þátta og viðmiða um góða stjórnarhætti í starfsemi bankans. Bankinn hefur verið aðili að UN Global Compact í tíu ár en samningurinn snýst um að fyrirtæki skuldbindi sig til að sýna samfélagsábyrgð í verki.

Nánar um samfélagsábyrgð

Fara neðar

Stuðningur og styrkir


Það er stefna Landsbankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Bankinn styður fjölmörg samfélagsverkefni með beinum fjárframlögum og samstarfssamningum.

Heildarstuðningur við samfélagsmál

Nánar um stuðning og styrki

Fara neðar

Samstarfsverkefni


Landsbankinn tekur virkan þátt í mörgum samstarfsverkefnum til að stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Verkefnin eru fjölbreytt og snerta margar hliðar samfélagsins, s.s menningu, fræðslu, nýsköpun, ferðaþjónustu og lýðheilsu.

Skoða nánar