Bankinn leggur áherslu á að tryggja jafnrétti í launum og starfstækifærum. Á árinu 2015 hlaut Landsbankinn gullmerki jafnlaunaúttektar PwC fyrstur banka á Íslandi. Bankinn hefur það að markmiði að hlutur hvors kyns um sig í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%.
Landsbankinn hefur það að leiðarljósi að tekið sé tillit til umhverfisþátta, félagslegra þátta og viðmiða um góða stjórnarhætti í starfsemi bankans. Bankinn hefur verið aðili að UN Global Compact í tíu ár en samningurinn snýst um að fyrirtæki skuldbindi sig til að sýna samfélagsábyrgð í verki.
Það er stefna Landsbankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Bankinn styður fjölmörg samfélagsverkefni með beinum fjárframlögum og samstarfssamningum.