Helstu atriði ársreiknings


„Landsbankanum gekk vel á árinu 2015 og það var góður gangur á nánast öllum sviðum. Tekjur bankans jukust töluvert frá fyrra ári og um leið lækkuðu rekstrargjöld. Dregið hefur úr óvissu og áhættu hjá bankanum. Gæði eigna hafa aukist og fjármögnun bankans hefur styrkst með betra aðgengi að innlendum og erlendum lánamörkuðum. Lausafjárstaðan er sterk auk þess sem eiginfjárstaða bankans er hlutfallslega með því hæsta sem þekkist, þrátt fyrir háar arðgreiðslur.“

- Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans; úr fréttatilkynningu 25. febrúar 2016

Skoða ársreikninginn (pdf)

Fara neðar
Kennitölur 31.12.2015 31.12.2014
Hagnaður eftir skatta 36.460 29.737
Hreinar rekstrartekjur 72.363 63.149
Hreinar vaxtatekjur 32.324 28.073
Arðsemi eigin fjár fyrir skatta 19,9% 16,7%
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 14,8% 12,5%
Eiginfjárhlutfall (CAR) 30,4% 29,5%
Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna 2,4% 2,4%
Vaxtamunur eigna og skulda 2,2% 1,9%
Kostnaðarhlutfall* 43,8% 56,0%
Lausafjárhlutfall LCR alls 113% 131%
Lausafjárhlutfall LCR FX 360% 614%
Heildareignir 1.118.658 1.098.370
Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina 145,2% 130,3%
Stöðugildi 1.063 1.126

* Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)
Allar upphæðir eru í milljónum króna

Rekstrarhagnaður Landsbankans nam 36,5 milljörðum króna á árinu 2015 samanborið við 29,7 milljarða króna á árinu 2014. Arðsemi eigin fjár var 14,8% samanborið við 12,5% arðsemi á árinu 2014. Eiginfjárhlutfall bankans hefur aldrei verið hærra og nam það 30,4% í árslok 2015 samanborið við 29,5% eiginfjárhlutfall í byrjun ársins.

Hagnaður (m. kr.)
Arðsemi eigin fjár
Eiginfjárhlutfall (CAR)

Vaxtamunur bankans, hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu efnahagsreiknings, hækkaði um 4,3 milljarða króna á milli ára. Á árinu 2015 var vaxtamunurinn 2,2% samanborið við 1,9% árið á undan.

Hækkun tekna, auk lækkunar á rekstrarkostnaði, gerir það að verkum að hlutfall kostnaðar af tekjum án virðisbreytinga útlána var 43,8% árið 2015 samanborið við 56% árið 2014.

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans námu 1.118 milljörðum króna í árslok 2015 og hækkuðu þær um tæp 2% á árinu.

Helstu breytingar á eignahlið efnahags Landsbankans á árinu 2015 voru þær að útlán til viðskiptavina hækkuðu um 93 milljarða, skuldabréfaeign bankans lækkaði um 40 milljarða og kröfur á lánastofnanir lækkuðu um 29 milljarða króna.

Á skuldahlið voru þær breytingar helstar að innlán viðskiptavina jukust um tæpa 8 milljarða króna og innlán fjármálafyrirtækja lækkuðu um 113 milljarða króna. Í samræmi við samkomulag milli bankans og slitastjórnar LBI hf. fyrirframgreiddi bankinn á fjórða ársfjórðungi 2015 skuldabréfin í erlendri mynt sem voru með gjalddaga í október 2016 og einnig að hluta skuldabréf á gjalddaga í október 2018. Fjárhæð fyrirframgreiðslunnar nam að jafnvirði um 47 milljörðum króna.

Vegna hagnaðar bankans upp á 36,5 milljarða króna á árinu 2015 hækkar eigið fé hans um 13,7 milljarða króna þrátt fyrir 23,7 milljarða króna arðgreiðslu á árinu.

Kostnaðarhlutfall
Heildareignir (m. kr.)
Vaxtamunur (m. kr.)
* Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna
Eignir 31.12.2015  31.12.2014 Breyting 2015 
Sjóður og innstæður í Seðlabanka 25.164 10.160 15.004 148%
Markaðsskuldabréf 203.684 243.589 -39.905 -16%
Hlutabréf 29.192 29.433 -241 -1%
Kröfur á lánastofnanir 20.791 49.789 -28.998 -58%
Útlán til viðskiptavina 811.549 718.355 93.194 13%
Aðrar eignir 16.323 28.832 -12.509 -43%
Eignir til sölu  11.955 18.212 -6.257 -34%
Samtals 1.118.658 1.098.370
20.288 2%
Skuldir og eigið fé 31.12.2015 31.12.2014 Breyting 2015 
Innlán frá fjármálafyrirtækjum 56.731 53.827 2.904 5%
Innlán frá viðskiptavinum 559.051 551.435 7.616 1%
Lántaka 209.344 207.028 2.316 1%
Aðrar skuldir 27.483 32.443 -4.960 -15%
Skuldir tengdar eignum til sölu 1.518 2.834 -1.316 -46%
Eigið fé 264.531 250.803 13.728 5%
Samtals 1.118.658 1.098.370 20.288 2%

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Eigið fé (m. kr.)
* Eiginfjárhlutfall

Lausafjárstaða

Lausafjárstaða bankans, bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt, er sterk. Lausafjáreignir námu 209 milljörðum króna í lok árs 2015.

Meginmælikvarði lausafjáráhættu til skamms tíma er lausafjárþekja (LCR) sem mælir hlutfall hágæða lausafjáreigna af heildar nettó-útflæði á næstu 30 dögum miðað við álagsaðstæður. Lausafjárþekja var 113% í lok árs 2015 en Seðlabankinn gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 80%. Lausafjárþekja erlendra mynta var á sama tíma 360% en Seðlabankinn gerir kröfu um að það hlutfall sé að lágmarki 100%.

Lausafjárhlutfall LCR alls
Lausafjárhlutfall LCR FX
Lausafjáreignir 31.12.2015 31.12.2014 Breyting 2015 
Lausafé hjá seðlabönkum 25.024 10.160 14.864 146% 
Lán til fjármálastofnana (styttri en 7 dagar) 16.342 33.053 -16.711  -51% 
Skuldabréf hæf til endurhverfra viðskipta 167.463 191.478  -24.015  -13% 
Lausafjáreignir samtals 208.829 234.691
-25.862  -11% 

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Þróun lausafjáreigna árið 2015 (m. kr.)

Útlán til viðskiptavina námu 812 milljörðum króna í lok árs 2015 samanborið við 718 milljarða í byrjun ársins og hækkuðu þau um 13% á árinu.

Hækkun ársins skiptist í 225 milljarða króna vegna nýrra lána, 13 milljarða króna vegna gengisáhrifa, verðbóta og virðisaukningar og 14 milljarða vegna yfirtöku við samruna. Á móti þessari hækkun koma 153 milljarðar króna vegna afborgana viðskiptavina bankans.

Heildareignir bankans jukust um 20 milljarða á árinu, m.a. vegna þess að rífleg lausafjárstaða bankans í erlendum gjaldmiðlum gerði honum kleift að fyrirframgreiða um 47 milljarða til LBI hf.

Innlán fjármálafyrirtækja hækkuðu um 5%, eða 2,9 milljarða króna, og námu tæpum 57 milljörðum króna í lok árs.

Innlán viðskiptavina hækkuðu á árinu um tæpa 8 milljarða króna, voru 559 milljarðar króna í árslok samanborið við 551 milljarð króna í byrjun ársins.

Steinþór Pálsson, bankastjóri

Arðsemi eiginfjár bankans á undanförnum árum hefur verið góð og fór árið 2015 vel fram úr væntingum. Stórir og óvenjulegir liðir hafa þar haft töluverð áhrif. Þar er fyrst og fremst átt við tekjufærslur vegna virðisbreytingar útlána, en á árinu 2015 voru áhrif þeirra 13,5 milljarðar króna á hagnað eftir skatta og á árinu 2014 voru áhrifin um 14,9 milljarðar króna eftir skatta. Viðbúið er að hagnaður muni lækka töluvert á næstunni þar sem ekki er reiknað með áhrifum af þessum óvenjulegu liðum í rekstri bankans til framtíðar.“

Eignir
Skuldir og eigið fé
Samsetning innlána (m. kr.)
Eignir til sölu (m. kr.)
Skuldir tengdar eignum til sölu (m. kr.)

Landsbankinn og slitastjórn LBI gerðu með sér samkomulag í september 2015 um að Landsbankinn fyrirframgreiddi á árinu 2015 skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum á gjalddaga í október 2016 og einnig að hluta skuldabréf á gjalddaga í október 2018. Fjárhæð fyrirframgreiðslunnar nam að jafnvirði um 47 milljörðum króna.

Í október 2015 gaf bankinn út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra, jafngildi 42.600 milljóna króna. Skuldabréfin eru til þriggja ára með föstum 3,00% vöxtum og voru verðlögð á 295 punktum umfram miðgildi vaxta í skiptasamningum í evrum. Þau eru gefin út innan 1.000 milljóna evra ramma bankans um skuldabréfaútgáfu til meðallangs tíma (e. Euro Medium Term Note (EMTN) Programme) og eru skráð í írsku kauphöllinni.

Í desember 2015 gaf bankinn út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 250 milljónir norskra króna og 250 milljónir sænskra króna, jafngildi 7.500 milljóna íslenskra króna. Skuldabréfin eru til 3½ árs og bera þriggja mánaða NIBOR- og STIBOR-vexti í viðkomandi myntum auk 2,6% vaxtaálags. Þau eru gefin út innan 1.000 milljóna evra ramma bankans um skuldabréfaútgáfu til meðallangs tíma (e. Euro Medium Term Note (EMTN) Programme) og eru skráð í írsku kauphöllinni.

Endurgreiðsluferill lánsfjármögnunar (m. kr.)

Rekstarhagnaður bankans á árinu 2015 nam 36,5 milljörðum króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2014. Á árinu 2015 tekjufærði bankinn háar fjárhæðir vegna virðisbreytinga útlána, eða 18,2 milljarða. Bakfærsla varúðar vegna gengislána til fyrirtækja á árinu 2015 skýrir jákvæða virðisbreytingu útlána upp á 13,8 milljarða króna.

Rekstrarreikningur 2015 2014 Breyting 2015
Hreinar vaxtatekjur 32.324 28.073 4.251 15%
Virðisbreyting 18.216 20.128 -1.912 -9%
Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu 50.540 48.201 2.339 5%   
Hreinar þjónustutekjur  6.841 5.836 1.005 17%
Gjaldeyrisgengismunur -1.277 67 -1.344 -2006%
Aðrar rekstrartekjur 16.259 9.045 -7.214 80%
Afkoma fyrir rekstrarkostnað 72.363 63.149 9.214 15%   
Laun og launatengd gjöld 13.754 13.567 187 1%
Önnur rekstrargjöld 8.061 8.545 -484 -6%
Afskriftir rekstrarfjármuna 663 942 -279 -30%
Tryggingasjóður innstæðueigenda 1.254 1.034 220 21%
Rekstrarkostnaður 23.732 24.088 -356 -1%
 
     
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, að frádregnum skatti 248 465 -217 -47%
Hagnaður fyrir skatta  48.879 39.526 9.353 24%
 
     
Tekju- og bankaskattur 12.419 9.789 2.630 27%
Hagnaður ársins 36.460 29.737 6.723 23%

Allar upphæðir eru í milljónum króna

Skattar og gjöld til ríkis og stofnana námu 12,4 milljörðum króna árið 2015, sem er hækkun um 2,6 milljarða króna. Hreinar vaxtatekjur námu 32 milljörðum króna á árinu 2015 samanborið við 28 milljarða króna árið 2014. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna var 2,4% á árinu 2015 sem er sama hlutfall og árið 2014.

Virðisbreytingar útlána hafa á undanförnum árum haft mikil áhrif á sveiflur í rekstrarafkomu. Á árinu 2015 er færð virðisaukning á útlánum upp á 18 milljarða króna samanborið við 20 milljarða virðisaukningu árið 2014. Hreinar þjónustutekjur námu 6,8 milljörðum króna á árinu 2015, sem er hækkun um 1 milljarð á milli ára. Sú hækkun byggist að langstærstum hluta á breytingum á kortamarkaði og auknum umsvifum í markaðsviðskiptum.

Aðrar rekstrartekjur námu 15 milljörðum króna á árinu 2015 samanborið við 9,1 milljarð króna árið 2014, sem er hækkun um 64% á milli ára. Aðrar rekstrartekjur ársins 2015 eru að mestu hagnaður af hlutabréfum upp á um 9,7 milljarða króna og 2,8 milljarða króna tekjur af markaðsskuldabréfum. Einnig má nefna tekjufærslu vegna virkjunar valréttarsamnings milli Visa Europe og Visa Inc. vegna sölu á hlut Landsbankans í Valitor Holding hf. upp á 2,4 milljarða króna.

Steinþór Pálsson, bankastjóri

„Í upphafi ársins 2015 setti Landsbankinn sér nýja og metnaðarfulla stefnu til ársins 2020. Markvisst hefur verið unnið að því að innleiða stefnuna og lagt er mat á árangurinn með reglulegum hætti. Stefnan hefur þegar skilað eftirtektarverðum árangri, bæði fyrir viðskiptavini og fyrir bankann, og þessi árangur hefur að hluta komið fram í góðu uppgjöri bankans fyrir árið 2015.“
Breyting milli 2014 og 2015 (m. kr.)

Rekstrarkostnaður ársins 2015 var 23,7 milljarðar króna en það er lækkun frá því árið 2014 þegar rekstrarkostnaðurinn var 24,1 milljarður króna. Launakostnaður hækkaði um tæpar 200 milljónir króna á milli ára og annar rekstrarkostnaður lækkaði um tæpar 500 milljónir. Kostnaðarhlutfallið fyrir árið reiknast 43,8%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstrargjalda bankans á móti hreinum rekstrartekjum, að undanskildum virðisbreytingum útlána. Stöðugildum í samstæðu bankans fækkaði um 63 á árinu 2015, úr 1.126 í 1.063. Að teknu tilliti til samruna við önnur fjármálafyrirtæki hefur stöðugildum í Landsbankanum fækkað um 21,1% frá árinu 2011.

Afkoma 2015 (m. kr.)