Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtækið á Íslandi og veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum um allt land trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum. Á árinu hagnaðist bankinn um 36,5 milljarða króna eftir skatta, samanborið við 29,7 milljarða króna á árinu 2014. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 14,8%. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði verulega milli ára eða úr 56% árið 2014 í 43,8% árið 2015.
Einstaklingar í viðskiptum við Landsbankann | 118.500 |
Fyrirtæki í viðskiptum við Landsbankann | 12.300 |
Útibú og afgreiðslur í árslok 2015 | 38 |
Fjöldi hraðbanka / fjöldi afgreiðslustaða | 78/64 |
Stöðugildi í árslok 2015 | 1.063 |